Upplýsingar
Staða mála í Grindavík

Frá upphafi og til 3. mars 2025 hafa félaginu alls borist 997 umsóknir um kaup á íbúðarhúsnæði, 29 umsóknir um greiðslu á búseturétti og 13 umsóknir um kaup á öðru húsnæði.
Heildarfjöldi þeirra eigna sem geta fallið undir úrræðið eru um 1000.
Félagið hefur samþykkt kaup á 955 eignum og gengið frá kaupum á 941 eignum. Þá hefur félagið hefur tekið við 900 eignum og gengið frá 872 afsölum.
Síðast uppfært 31. mars 2025.

Frá upphafi og til 3. mars 2025 hafa félaginu alls borist 997 umsóknir um kaup á íbúðarhúsnæði, 29 umsóknir um greiðslu á búseturétti og 13 umsóknir um kaup á öðru húsnæði.
Heildarfjöldi þeirra eigna sem geta fallið undir úrræðið eru um 1000.
Félagið hefur samþykkt kaup á 955 eignum og gengið frá kaupum á 941 eignum. Þá hefur félagið hefur tekið við 900 eignum og gengið frá 872 afsölum.
Síðast uppfært 31. mars 2025.


Framvinda umsókna og kaupsamninga frá upphafi
Á fyrstu sex vikunum eftir frágang samninga við lánastofnanir gekk Þórkatla frá kaupum á 660 eignum eða 80% þeirra sem þá höfðu sótt um.






Framvinda umsókna og kaupsamninga frá upphafi
Á fyrstu sex vikunum eftir frágang samninga við lánastofnanir gekk Þórkatla frá kaupum á 660 eignum eða 80% þeirra sem þá höfðu sótt um.




Framvinda umsókna og kaupsamninga frá upphafi
Á fyrstu sex vikunum eftir frágang samninga við lánastofnanir gekk Þórkatla frá kaupum á 660 eignum eða 80% þeirra sem þá höfðu sótt um.


Hvernig gengur ferlið fyrir sig?
Svona virkar ferlið:


Jón og Guðrún eru Grindvíkingar sem hafa tekið ákvörðun um að selja fasteign sína til Fasteignafélagsins Þórkötlu.
Þau byrja á því að senda inn umsókn í gegnum þar til gerða vefgátt á Ísland.is, og umsóknin er tekin til skoðunar af stjórn/starfsfólki Þórkötlu. Eftir að umsóknin hefur verið samþykkt af stjórn Þórkötlu er kaupsamningur útbúinn og hann sendur umsækjendum til skoðunar og rafrænnar undirritunar.
Lög um Fasteignafélagið Þórkötlu kveða á um að kaupverð fasteignarinnar nemi 95% af brunabótamati á kaupdegi. Greiðsla mun berast innan 5 virkra daga eftir að kaupsamningur hefur verið undirritaður, en við söluna er 5% af söluverði haldið eftir. Það fæst greitt að fullu við afsal ef engar skuldir eða eignarrýrnum koma í ljós.
Afhendingardagur eignarinnar er tilgreindur í kaupsamningi, en að jafnaði fer afhending fram mánuði eftir undirritun, þótt mögulegt sé að óska eftir auknum fresti eða tilfærslu á afhendingardegi. Í vikunni fyrir áætlaðan afhendingardag fá Jón og Guðrún senda slóð inn á Noona.is svæði Þórkötlu, en þar geta þau bókað sér tíma í afhendingu í vikunni sem um ræðir.
Við afhendinguna sjálfa hitta Jón og Guðrún úttektaraðila á vegum Þórkötlu sem tekur við lyklunum fyrir hönd Fasteignafélagsins og framkvæmir á sama tíma úttekt á ástandi eignarinnar að Jóni og Guðrúnu viðstöddum. Að lokinni úttekt mun liggja fyrir skýrsla um móttöku og ástand eignarinnar. Úttektaraðili óskar því næst eftir undirritun Jóns og Guðrúnar á skýrsluna.
Að mánuði liðnum eftir að afhending fá Jón og Guðrún sent lögskilauppgjör til rafrænnar undirritunar. Þegar lögskilauppgjör hefur verið undirritað er hægt að ganga frá og undirrita afsal, og að því loknu eru eftirstöðvar kaupverðs gerðar upp.


Jón og Guðrún eru Grindvíkingar sem hafa tekið ákvörðun um að selja fasteign sína til Fasteignafélagsins Þórkötlu.
Þau byrja á því að senda inn umsókn í gegnum þar til gerða vefgátt á Ísland.is, og umsóknin er tekin til skoðunar af stjórn/starfsfólki Þórkötlu. Eftir að umsóknin hefur verið samþykkt af stjórn Þórkötlu er kaupsamningur útbúinn og hann sendur umsækjendum til skoðunar og rafrænnar undirritunar.
Lög um Fasteignafélagið Þórkötlu kveða á um að kaupverð fasteignarinnar nemi 95% af brunabótamati á kaupdegi. Greiðsla mun berast innan 5 virkra daga eftir að kaupsamningur hefur verið undirritaður, en við söluna er 5% af söluverði haldið eftir. Það fæst greitt að fullu við afsal ef engar skuldir eða eignarrýrnum koma í ljós.
Afhendingardagur eignarinnar er tilgreindur í kaupsamningi, en að jafnaði fer afhending fram mánuði eftir undirritun, þótt mögulegt sé að óska eftir auknum fresti eða tilfærslu á afhendingardegi. Í vikunni fyrir áætlaðan afhendingardag fá Jón og Guðrún senda slóð inn á Noona.is svæði Þórkötlu, en þar geta þau bókað sér tíma í afhendingu í vikunni sem um ræðir.
Við afhendinguna sjálfa hitta Jón og Guðrún úttektaraðila á vegum Þórkötlu sem tekur við lyklunum fyrir hönd Fasteignafélagsins og framkvæmir á sama tíma úttekt á ástandi eignarinnar að Jóni og Guðrúnu viðstöddum. Að lokinni úttekt mun liggja fyrir skýrsla um móttöku og ástand eignarinnar. Úttektaraðili óskar því næst eftir undirritun Jóns og Guðrúnar á skýrsluna.
Að mánuði liðnum eftir að afhending fá Jón og Guðrún sent lögskilauppgjör til rafrænnar undirritunar. Þegar lögskilauppgjör hefur verið undirritað er hægt að ganga frá og undirrita afsal, og að því loknu eru eftirstöðvar kaupverðs gerðar upp.
Fasteignafélag fyrir framtíð Grindavíkur
Skilmálar og stefnur
Hafa samband
2024 Fasteignafélagið Þórkatla
– Öll réttindi áskilin
Fasteignafélag fyrir framtíð Grindavíkur
Skilmálar og stefnur
Hafa samband
2024 Fasteignafélagið Þórkatla
– Öll réttindi áskilin
Fasteignafélag fyrir framtíð Grindavíkur
Skilmálar og stefnur
Hafa samband
2024 Fasteignafélagið Þórkatla
– Öll réttindi áskilin
Fasteignafélag fyrir framtíð Grindavíkur
Skilmálar og stefnur
Hafa samband
2024 Fasteignafélagið Þórkatla
– Öll réttindi áskilin